Börn Brittu Nielsen fá þunga fangelsisdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2020 12:15 Britta Nielsen í réttarsal árið 2018. Vísir/AP Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“ Danmörk Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“
Danmörk Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira