Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 20:38 Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45
„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24