Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 11:41 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í málinu gegn Esau í Windhoek í dag. Einn aðalrannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Afríkuríkinu, Karl Cloete, bar vitni í dag og fjallaði þar um kaup Esau á landareign og sagði hana keypta fyrir fjármuni sem Esau fékk frá Samherja. Cloete sagði að Esau og eiginkona hans, Swamma Esau, hafi samið um að kaupa landareign í nóvember 2017. Kaupverðið var 1.7 milljónir namibíudala og skrifuðu bæði Esau og eiginkona hans undir kaupsamninginn. Cloete sagði í vitnisburði sínum að peningarnir hafi komist til Esau frá Samherja í gegnum lögfræðistofuna De Klerk, Horn & Coetzee. Verjandi ráðherrans fyrrverandi, Richard Metcalfe, sagði að Esau hafi ásamt eiginkonu sinni fundað með lögfræðingnum Maren De Klerk til þess að setja upp erfðaskrá eftir að Sacky Shanghala hefði mælt með De Klerk. Þar hafi De Klerk spurt Esau hvort hann hefði áhuga á að kaupa land í Otjiwarongo en Esau hafi ekki haft efni á slíkri fjárfestingu. Metcalfe sagði að skjólstæðingur sinn hafi skrifað undir stofnsamnings fyrirtækisins sem eignaðist landareignina en hafi verið steinhissa þegar hann frétti að landareignin teldist til eigna sinna. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafði ekki tilgreint landareignina í Otjiwarongo þegar þess var krafist af honum fyrir upphaf réttarhaldanna að gera skilmerkilega grein fyrir eignum sínum. Metcalfe sýndi fyrir dómstólnum tölvupóstsamskipti sem hann sagði að sýndu að hvorki Bernhard né Swamma Esau hafi verið látin vita af því að landareignin yrði skráð á hjónin. Namibian Sun greinir frá því að Esau hafi sagst ekki hafa nein not fyrir landareignina og hafi boðist til þess að gefa hana eftir og láta hana renna til ríkisins. Þá var réttarhöldunum frestað til 21. júlí. Áætlað er að þar muni verjendur og saksóknarar flytja lokaávörp sín. Dómarinn Duard Kesslau segist telja að niðurstaða verði komin í málið degi síðar og verði þá ákvarðað hvort Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi verði leystir úr haldi gegn tryggingu. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í málinu gegn Esau í Windhoek í dag. Einn aðalrannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Afríkuríkinu, Karl Cloete, bar vitni í dag og fjallaði þar um kaup Esau á landareign og sagði hana keypta fyrir fjármuni sem Esau fékk frá Samherja. Cloete sagði að Esau og eiginkona hans, Swamma Esau, hafi samið um að kaupa landareign í nóvember 2017. Kaupverðið var 1.7 milljónir namibíudala og skrifuðu bæði Esau og eiginkona hans undir kaupsamninginn. Cloete sagði í vitnisburði sínum að peningarnir hafi komist til Esau frá Samherja í gegnum lögfræðistofuna De Klerk, Horn & Coetzee. Verjandi ráðherrans fyrrverandi, Richard Metcalfe, sagði að Esau hafi ásamt eiginkonu sinni fundað með lögfræðingnum Maren De Klerk til þess að setja upp erfðaskrá eftir að Sacky Shanghala hefði mælt með De Klerk. Þar hafi De Klerk spurt Esau hvort hann hefði áhuga á að kaupa land í Otjiwarongo en Esau hafi ekki haft efni á slíkri fjárfestingu. Metcalfe sagði að skjólstæðingur sinn hafi skrifað undir stofnsamnings fyrirtækisins sem eignaðist landareignina en hafi verið steinhissa þegar hann frétti að landareignin teldist til eigna sinna. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafði ekki tilgreint landareignina í Otjiwarongo þegar þess var krafist af honum fyrir upphaf réttarhaldanna að gera skilmerkilega grein fyrir eignum sínum. Metcalfe sýndi fyrir dómstólnum tölvupóstsamskipti sem hann sagði að sýndu að hvorki Bernhard né Swamma Esau hafi verið látin vita af því að landareignin yrði skráð á hjónin. Namibian Sun greinir frá því að Esau hafi sagst ekki hafa nein not fyrir landareignina og hafi boðist til þess að gefa hana eftir og láta hana renna til ríkisins. Þá var réttarhöldunum frestað til 21. júlí. Áætlað er að þar muni verjendur og saksóknarar flytja lokaávörp sín. Dómarinn Duard Kesslau segist telja að niðurstaða verði komin í málið degi síðar og verði þá ákvarðað hvort Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi verði leystir úr haldi gegn tryggingu.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira