Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júlí 2020 13:30 Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru í settinu ásamt stjórnandanum Helenu Ólafsdóttur í gær. vísir/s2s Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti? Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti?
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00
Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50