Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 10. júlí 2020 18:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33