Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2020 12:22 Le Boreal lagðist að Miðbakka í morgun. Vísir/Baldur Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun. Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun.
Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Sjá meira