Gekk berfættur yfir Fimmvörðuháls Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 22:35 Helgi Freyr Rúnarsson sést hér til hægri, berfættur á göngu yfir Fimmvörðuháls. Með honum er samferðamaður í skóm. Aðsend Helgi Freyr Rúnarsson gekk Fimmvörðuháls í gær, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann gerði það berfættur. Talsvert erfiðara var að fara niður í móti en upp, að sögn Helga, og þá voru ákveðnir hlutar leiðarinnar sem fóru verr með iljarnar en aðrir. Líðanin er þrátt fyrir allt góð nú sólarhring eftir að göngunni lauk og varla skrámu að finna á fótum göngugarpsins. „Berfætti lífsstíllinn“ hóf að heilla Helga fyrir nokkrum árum. Undanfarin fjögur til fimm ár hefur hann reynt að vera að miklu leyti berfættur, eða þá í sérstökum skóm „sem komast eins nálægt því að vera berfættur og hægt er“, líkt og Helgi lýsir því sjálfur í samtali við Vísi, þ.e. eins konar sokkaskór sem laga sig algjörlega að fætinum og tánum. Helgi segir að það hafi verið erfiðara að ganga niður í móti en upp. Hér sést hann berfættur á niðurleið.Aðsend „Ég á skó sem ég gifti mig í sem tæknilega séð flokkast í þessa flokka. Það er hægt að fá allan skalann og nú eru svona fimm ár síðan ég byrjaði að vera mikið í svona skóm. Ég hef ekki átt það sem myndi kallast eðlilegir skór síðan,“ segir Helgi. Fyrstu átta kílómetrarnir þægilegir Helgi lagði svo af stað á Fimmvörðuháls klukkan átta í gærmorgun í 25 manna hópi. Þar af voru átta sem ætluðu að ganga hluta leiðarinnar í áðurnefndum sokkaskóm. „Leiðsögumennirnir segja svo við okkur kvöldið áður að það væri hægt að ganga alveg berfættur allavega fyrstu átta kílómetrana. Og ég tek því auðvitað og fer úr sokkaskónum og geng berfættur. Þetta var aðallega gras, mold, mosi og sandur fyrstu kílómetrana, af og til einhverjir smá steinar en maður höndlaði það auðveldlega,“ segir Helgi. Þegar fyrstu átta kílómetrarnir voru afstaðnir leið Helga svo vel að hann ákvað að halda áfram berfættur. „Ég sagðist alltaf bara ætla að sjá hvernig staðan yrði eftir næsta kílómetra. Og svo næsta kílómetra. Og síðan voru 25 kílómetrar búnir og ég var kominn í Þórsmörk,“ segir Helgi og hlær. Rauða mölin í hlíðum Magna var ekki þægileg undir iljarnar.Aðsend Snjórinn endurnærandi Og undirlagið þessa 25 kílómetra var svo sannarlega ekki allt mjúkur mosi. „Það voru fjórir kílómetrar efst sem voru til skiptis í snjó og sandi eða hrauni. Það skemmtilega við þetta er að flestir héldu að maður myndi guggna þegar maður færi í snjóinn. En ég er tiltölulega reyndur í sjósundi, syndi reglulega út í Viðey og til baka og syndi reglulega yfir Fossvoginn, þannig að það kom mér ekkert á óvart. Ég vissi að það yrði mjög kalt að ganga í snjónum en ég vissi að ég myndi höndla það. Þannig að það var bara endurnærandi og það hjálpaði mér í raun seinni helming göngunnar, á leiðinni niður,“ segir Helgi. Erfiðasti hluti göngunnar fyrir hinn berfætta Helga var spölurinn upp og niður Magna, annan gíginn sem myndaðist í gosinu árið 2010. Samferðafólk Helga virðir fyrir sér iljar göngugarpsins.Aðsend „Það er bara hraun og það var svona tíu mínútna ganga þar sem við gátum farið alveg upp á toppinn upp á Magna. Það var langerfiðast. Þetta eru rauðir hraunmolar eins og eru á bílastöðum í sumarhúsabyggðum og það var eiginlega hrikalegt. Sérstaklega að fara niður. Maður læðist hálfpartinn upp því þú ert alltaf að gá hvort þú getir stigið almennileg niður. Og ef þú getur það ekki þarftu að taka skrefið öðruvísi eða stígur út á jarkann eða setur bara tábergið í, ryenir að sleppa við að setja þungann almennilega í fótinn. En á leiðinni niður er það ekki hægt. Þú verður alltaf að taka skrefið og það getur verið rosalega erfitt að fara niður þar sem er mikið af steinum,“ segir Helgi. „Og allt sem var niður í móti var erfiðara af því að þó svo að það væru steinar upp í móti, þá gat ég alltaf þreifað fyrir mér.“ Lengsta og erfiðasta gangan skólaus Helgi var síðastur á áfangastað í hópnum, enda sá eini sem gekk alla leiðina berfættur. Alls tók það hann átta og hálfan klukkutíma að ganga kílómetrana 25. „Það er hraðar en þegar ég fór þetta síðast fyrir sjö árum. Og þá var ég í gönguskóm,“ segir Helgi og hlær. Þá er gangan yfir Fimmvörðuháls sú lengsta og erfiðasta sem hann hefur farið skólaus. Snjórinn var endurnærandi, að sögn Helga.Aðsend „Það lengsta fyrir þetta var Úlfarsfell og Helgafell. Þetta var í raun bara brandari sem vatt upp á sig myndi ég næstum því segja. Um leið og ég var hálfnaður hugsaði ég að ég gæti ekki farið í skó. Ég var með þá í pokanum en svo lengi sem mér leið vel þá gat ég bara ekki farið í þá. Það var einhver þrjóska sem kom inn.“ Helgi veit ekki til þess að neinn hafi áður lagt berfættur í göngu yfir Fimmvörðuháls. „Við höldum ekki en maður veit auðvitað aldrei hvað var gert hér á öldum áður. En eftir því sem við best vitum er þetta fyrsta skiptið.“ En hvernig líður Helga í dag, sólarhring eftir að göngunni lauk? „Ég er mjög góður,“ svarar hann að bragði. „Eða, mér líður auðvitað eins og ég hafi gengið ösku og brennistein. Sem maður auðvitað gerði að einhverju leyti. Ilin er mjög hrjúf og ég finn að ef ég hefði gengið lengra hefði ég fengið sár. En það eru engin sár á fótunum á mér, sem mér finnst eiginlega magnað.“ Og hér má sjá iljar og tær Helga eftir gönguna. Varla skrámu að sjá.Aðsend Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Helgi Freyr Rúnarsson gekk Fimmvörðuháls í gær, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann gerði það berfættur. Talsvert erfiðara var að fara niður í móti en upp, að sögn Helga, og þá voru ákveðnir hlutar leiðarinnar sem fóru verr með iljarnar en aðrir. Líðanin er þrátt fyrir allt góð nú sólarhring eftir að göngunni lauk og varla skrámu að finna á fótum göngugarpsins. „Berfætti lífsstíllinn“ hóf að heilla Helga fyrir nokkrum árum. Undanfarin fjögur til fimm ár hefur hann reynt að vera að miklu leyti berfættur, eða þá í sérstökum skóm „sem komast eins nálægt því að vera berfættur og hægt er“, líkt og Helgi lýsir því sjálfur í samtali við Vísi, þ.e. eins konar sokkaskór sem laga sig algjörlega að fætinum og tánum. Helgi segir að það hafi verið erfiðara að ganga niður í móti en upp. Hér sést hann berfættur á niðurleið.Aðsend „Ég á skó sem ég gifti mig í sem tæknilega séð flokkast í þessa flokka. Það er hægt að fá allan skalann og nú eru svona fimm ár síðan ég byrjaði að vera mikið í svona skóm. Ég hef ekki átt það sem myndi kallast eðlilegir skór síðan,“ segir Helgi. Fyrstu átta kílómetrarnir þægilegir Helgi lagði svo af stað á Fimmvörðuháls klukkan átta í gærmorgun í 25 manna hópi. Þar af voru átta sem ætluðu að ganga hluta leiðarinnar í áðurnefndum sokkaskóm. „Leiðsögumennirnir segja svo við okkur kvöldið áður að það væri hægt að ganga alveg berfættur allavega fyrstu átta kílómetrana. Og ég tek því auðvitað og fer úr sokkaskónum og geng berfættur. Þetta var aðallega gras, mold, mosi og sandur fyrstu kílómetrana, af og til einhverjir smá steinar en maður höndlaði það auðveldlega,“ segir Helgi. Þegar fyrstu átta kílómetrarnir voru afstaðnir leið Helga svo vel að hann ákvað að halda áfram berfættur. „Ég sagðist alltaf bara ætla að sjá hvernig staðan yrði eftir næsta kílómetra. Og svo næsta kílómetra. Og síðan voru 25 kílómetrar búnir og ég var kominn í Þórsmörk,“ segir Helgi og hlær. Rauða mölin í hlíðum Magna var ekki þægileg undir iljarnar.Aðsend Snjórinn endurnærandi Og undirlagið þessa 25 kílómetra var svo sannarlega ekki allt mjúkur mosi. „Það voru fjórir kílómetrar efst sem voru til skiptis í snjó og sandi eða hrauni. Það skemmtilega við þetta er að flestir héldu að maður myndi guggna þegar maður færi í snjóinn. En ég er tiltölulega reyndur í sjósundi, syndi reglulega út í Viðey og til baka og syndi reglulega yfir Fossvoginn, þannig að það kom mér ekkert á óvart. Ég vissi að það yrði mjög kalt að ganga í snjónum en ég vissi að ég myndi höndla það. Þannig að það var bara endurnærandi og það hjálpaði mér í raun seinni helming göngunnar, á leiðinni niður,“ segir Helgi. Erfiðasti hluti göngunnar fyrir hinn berfætta Helga var spölurinn upp og niður Magna, annan gíginn sem myndaðist í gosinu árið 2010. Samferðafólk Helga virðir fyrir sér iljar göngugarpsins.Aðsend „Það er bara hraun og það var svona tíu mínútna ganga þar sem við gátum farið alveg upp á toppinn upp á Magna. Það var langerfiðast. Þetta eru rauðir hraunmolar eins og eru á bílastöðum í sumarhúsabyggðum og það var eiginlega hrikalegt. Sérstaklega að fara niður. Maður læðist hálfpartinn upp því þú ert alltaf að gá hvort þú getir stigið almennileg niður. Og ef þú getur það ekki þarftu að taka skrefið öðruvísi eða stígur út á jarkann eða setur bara tábergið í, ryenir að sleppa við að setja þungann almennilega í fótinn. En á leiðinni niður er það ekki hægt. Þú verður alltaf að taka skrefið og það getur verið rosalega erfitt að fara niður þar sem er mikið af steinum,“ segir Helgi. „Og allt sem var niður í móti var erfiðara af því að þó svo að það væru steinar upp í móti, þá gat ég alltaf þreifað fyrir mér.“ Lengsta og erfiðasta gangan skólaus Helgi var síðastur á áfangastað í hópnum, enda sá eini sem gekk alla leiðina berfættur. Alls tók það hann átta og hálfan klukkutíma að ganga kílómetrana 25. „Það er hraðar en þegar ég fór þetta síðast fyrir sjö árum. Og þá var ég í gönguskóm,“ segir Helgi og hlær. Þá er gangan yfir Fimmvörðuháls sú lengsta og erfiðasta sem hann hefur farið skólaus. Snjórinn var endurnærandi, að sögn Helga.Aðsend „Það lengsta fyrir þetta var Úlfarsfell og Helgafell. Þetta var í raun bara brandari sem vatt upp á sig myndi ég næstum því segja. Um leið og ég var hálfnaður hugsaði ég að ég gæti ekki farið í skó. Ég var með þá í pokanum en svo lengi sem mér leið vel þá gat ég bara ekki farið í þá. Það var einhver þrjóska sem kom inn.“ Helgi veit ekki til þess að neinn hafi áður lagt berfættur í göngu yfir Fimmvörðuháls. „Við höldum ekki en maður veit auðvitað aldrei hvað var gert hér á öldum áður. En eftir því sem við best vitum er þetta fyrsta skiptið.“ En hvernig líður Helga í dag, sólarhring eftir að göngunni lauk? „Ég er mjög góður,“ svarar hann að bragði. „Eða, mér líður auðvitað eins og ég hafi gengið ösku og brennistein. Sem maður auðvitað gerði að einhverju leyti. Ilin er mjög hrjúf og ég finn að ef ég hefði gengið lengra hefði ég fengið sár. En það eru engin sár á fótunum á mér, sem mér finnst eiginlega magnað.“ Og hér má sjá iljar og tær Helga eftir gönguna. Varla skrámu að sjá.Aðsend
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira