Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júlí 2020 12:32 Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Mynd/Já.is Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21