Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júlí 2020 13:34 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“ Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09