95 prósent umsækjenda um alþjóðlega vernd eru barnafjölskyldur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2020 20:00 Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að landamærin opnuðu um miðjan júní. Vísir/Vilhelm Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“ Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“
Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32
Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41