Hittu loksins fjölskyldur sínar eftir fjögurra mánaða fjarveru í miðjum heimsfaraldri Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2020 22:01 Fjöldi fjölskyldna biðu við höfnina þegar Dettifoss sigldi að höfn. Stöð 2 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“ Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“
Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28