Grant Imahara látinn Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 09:14 Grant Imahara var 49 ára. Vísir/Getty Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel. Þetta staðfestir talsmaður Discovery Channel við Variety. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um andlátið. Imahara gekk til liðs við Mythbusters árið 2005 og starfaði við þættina til ársins 2014. Honum var boðið að taka þátt af Jamie Hyneman sem var einnig umsjónarmaður þáttanna og kom í stað Scottie Chapman. Hann var þekktastur fyrir að gera raftæki sem voru notuð við tilraunir í þáttunum og vélmenni. Eftir tíma sinn í Mythbusters varð hann umsjónarmaður White Rabbit Project á Netflix árið 2016. Þar var hann hluti af teymi sem rannsakaði umfjöllunarefni á borð við fangelsisflótta, ofurkraftatækni, rán og vopn seinni heimstyrjaldarinnar. Adam Savage minnist Imahara á Twitter, en þeir störfuðu saman í Mythbusters. Þar sagði hann Imahara vera frábæran verkfræðing, listamann og skemmtikraft. Hann hafi þó fyrst og fremst verið örlátur, þægilegur og ljúfur maður. I’m at a loss. No words. I’ve been part of two big families with Grant Imahara over the last 22 years. Grant was a truly brilliant engineer, artist and performer, but also just such a generous, easygoing, and gentle PERSON. Working with Grant was so much fun. I’ll miss my friend.— Adam Savage (@donttrythis) July 14, 2020 „Að vinna með Grant var svo gaman. Ég mun sakna vinar míns.“ Andlát Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel. Þetta staðfestir talsmaður Discovery Channel við Variety. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um andlátið. Imahara gekk til liðs við Mythbusters árið 2005 og starfaði við þættina til ársins 2014. Honum var boðið að taka þátt af Jamie Hyneman sem var einnig umsjónarmaður þáttanna og kom í stað Scottie Chapman. Hann var þekktastur fyrir að gera raftæki sem voru notuð við tilraunir í þáttunum og vélmenni. Eftir tíma sinn í Mythbusters varð hann umsjónarmaður White Rabbit Project á Netflix árið 2016. Þar var hann hluti af teymi sem rannsakaði umfjöllunarefni á borð við fangelsisflótta, ofurkraftatækni, rán og vopn seinni heimstyrjaldarinnar. Adam Savage minnist Imahara á Twitter, en þeir störfuðu saman í Mythbusters. Þar sagði hann Imahara vera frábæran verkfræðing, listamann og skemmtikraft. Hann hafi þó fyrst og fremst verið örlátur, þægilegur og ljúfur maður. I’m at a loss. No words. I’ve been part of two big families with Grant Imahara over the last 22 years. Grant was a truly brilliant engineer, artist and performer, but also just such a generous, easygoing, and gentle PERSON. Working with Grant was so much fun. I’ll miss my friend.— Adam Savage (@donttrythis) July 14, 2020 „Að vinna með Grant var svo gaman. Ég mun sakna vinar míns.“
Andlát Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira