Herða aðgerðir vegna faraldursins í Asíu og Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 10:03 Grímuklæddir gestir Disneyland-skemmtigarðsins í Hong Kong. Honum verður lokað frá og með morgundeginum vegna fjölgunar nýrra smita í borgríkinu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44