Skagamenn ekki skorað jafn mikið síðan þeir unnu síðast tvöfalt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 13:30 Stefán Teitur Þórðarson hefur skorað þrjú af fimmtán mörkum ÍA í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/hag ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira