Máni um frammistöðu KR gegn Blikum: Þetta var heimaskítsmát Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 12:00 KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira