Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júlí 2020 21:45 Ragnar Axelsson á vettvangi. „Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur. Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur.
Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48
Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31