730 koma með Norrænu í dag Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2020 07:02 730 farþegar eru um borð í Norrænu. Vísir/Jói K Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira