Pepsi Max Stúkan um byrjunarlið FH: Nöfnin blekkja okkur og framtíðin er komin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:30 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á móti ÍA á dögunum. Vísir/HAG Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira