Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 10:29 Frá dómsal í EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur. Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur.
Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira