„Hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 12:30 MAMMÚT gefur út plötuna 23.október. mynd/saga sig „Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína. Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína.
Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira