Íslensk félög borguðu umboðsmönnum sjö milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 12:00 Umboðsmaður Gary John Martin, Ólafur Garðarsson, fékk bæði greiðslur frá Val og ÍBV vegna leikmannsins á þessu tímabili. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands birti í dag árlega skýrslu um umboðsmenn í knattspyrnu en hún nær yfir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. KSÍ birti þessar upplýsingar á heimasíðu sinni í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði. Nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. https://t.co/3vfSwdEblk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 16, 2020 Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir í íslenskum krónum og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. Umboðsmenn fengu 6,559 milljónir árið á undan og 4,967 milljónir frá 2017 til 2018. Valsmenn borguðu mest í umboðslaun eða 1.504.950 en næst kom Breiðablik með 1.051.800 krónur til umboðsmanna. Þriðja á lista var síðan ÍBV með 908 þúsund krónur. Valsmenn borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Birki Heimisson, Gary John Martin, Magnus Egilsson, Orra Sigurð Ómarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson auk þess að borga fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson. Blikar borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Brynjar Atla Bragason, Thomas Mikkelsen og Oliver Sigurjónsson. KR, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, borgaði aðeins samtal 248 þúsund krónur til umboðsmanna á síðasta starfsári sem er minna en sex lið sem voru í Pepsi Max deildinni 2019 eða Valur, Breiðablik, ÍBV, Grindavík, Víkingur R. og FH. Tvær af þremur greiðslum KR-inga voru auk þess tengdar leikmönnum kvennaliðsins, þeim Katrínu Ásbjörnsdóttur og Angelu R. Beard. KR greiddi bara umboðslaun vegna Ægis Jarls Jónassonar. Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands birti í dag árlega skýrslu um umboðsmenn í knattspyrnu en hún nær yfir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. KSÍ birti þessar upplýsingar á heimasíðu sinni í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði. Nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. https://t.co/3vfSwdEblk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 16, 2020 Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir í íslenskum krónum og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. Umboðsmenn fengu 6,559 milljónir árið á undan og 4,967 milljónir frá 2017 til 2018. Valsmenn borguðu mest í umboðslaun eða 1.504.950 en næst kom Breiðablik með 1.051.800 krónur til umboðsmanna. Þriðja á lista var síðan ÍBV með 908 þúsund krónur. Valsmenn borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Birki Heimisson, Gary John Martin, Magnus Egilsson, Orra Sigurð Ómarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson auk þess að borga fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson. Blikar borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Brynjar Atla Bragason, Thomas Mikkelsen og Oliver Sigurjónsson. KR, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, borgaði aðeins samtal 248 þúsund krónur til umboðsmanna á síðasta starfsári sem er minna en sex lið sem voru í Pepsi Max deildinni 2019 eða Valur, Breiðablik, ÍBV, Grindavík, Víkingur R. og FH. Tvær af þremur greiðslum KR-inga voru auk þess tengdar leikmönnum kvennaliðsins, þeim Katrínu Ásbjörnsdóttur og Angelu R. Beard. KR greiddi bara umboðslaun vegna Ægis Jarls Jónassonar. Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000
Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira