Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2020 15:44 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins. Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins.
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50