Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 10:00 Nýir þjálfarar FH-liðsins eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson. Myndin er Instagram síðu FH-inga þegar þeir kynntu nýja þjálfarateymið. Mynd/Instagram Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í gær við þjálfun FH í Pepsi Max deild karla. Logi er einn reyndasti þjálfari í sögu deildarinnar en Eiður Smári er að þjálfa í henni í fyrsta sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom síðast að deildinni sem leikmaður KR sumarið 1998. Síðasti leikur hans með Vesturbæjarfélaginu var á móti Fram á KR-vellinum 30. júlí 1998. Eiður Smári samdi við enska 1. deildarfélagið Bolton fjórum dögum síðar en hann stóð sig vel í æfingaleikjum með enska félaginu og var boðinn samningur í kjölfarið. Eiður Smári fór frá Bolton til Chelsea sumarið 2000 og svo til Barcelona árið 2006. Hann spilaði síðan í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi áður en ferli hans lauk sumarið 2016. Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna þegar Eiður Smári lék síðast í deildinni fyrir 22 árum síðan. Logi hefur síðan stýrt FH, KR, Selfoss, Stjörnunni og Víkingi í deildinni. Logi hefur alls stýrt liðum í 188 leikjum í úrvalsdeild karla síðan Eiður Smári spilaði þar síðast. Logi hefur fagnað sigri í 80 af þessum 188 leikjum. 18 af þessum 188 leikjum voru í fyrra skiptið sem Logi þjálfari FH og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2000 en FH-ingar hafa verið þar síðan. Logi og Eiður Smári mættust í deildinni 1998 en lið þeirra ÍA og KR gerðu þá 1-1 jafntefli. Eiður Smári lagði upp mark KR sem Andri Sigþórsson skoraði en Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari Vals, lagði aftur á móti upp jöfnunarmark Skagamanna sem Kristján Jóhannsson skoraði. Fimm árum síðar störfuðu þeir aftur saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári fékk einmitt fyrst fyrirliðabandið hjá Loga Ólafssyni en það var í 2-1 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum 7. júní 2003. Logi hafði einnig verið sá sem valdi Eið Smára fyrstan í landsliðið en undir stjórn Loga spilaði Eiður Smári sinn fyrsta landsleik út í Eistlandi 24. apríl 1996. Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í gær við þjálfun FH í Pepsi Max deild karla. Logi er einn reyndasti þjálfari í sögu deildarinnar en Eiður Smári er að þjálfa í henni í fyrsta sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom síðast að deildinni sem leikmaður KR sumarið 1998. Síðasti leikur hans með Vesturbæjarfélaginu var á móti Fram á KR-vellinum 30. júlí 1998. Eiður Smári samdi við enska 1. deildarfélagið Bolton fjórum dögum síðar en hann stóð sig vel í æfingaleikjum með enska félaginu og var boðinn samningur í kjölfarið. Eiður Smári fór frá Bolton til Chelsea sumarið 2000 og svo til Barcelona árið 2006. Hann spilaði síðan í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi áður en ferli hans lauk sumarið 2016. Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna þegar Eiður Smári lék síðast í deildinni fyrir 22 árum síðan. Logi hefur síðan stýrt FH, KR, Selfoss, Stjörnunni og Víkingi í deildinni. Logi hefur alls stýrt liðum í 188 leikjum í úrvalsdeild karla síðan Eiður Smári spilaði þar síðast. Logi hefur fagnað sigri í 80 af þessum 188 leikjum. 18 af þessum 188 leikjum voru í fyrra skiptið sem Logi þjálfari FH og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2000 en FH-ingar hafa verið þar síðan. Logi og Eiður Smári mættust í deildinni 1998 en lið þeirra ÍA og KR gerðu þá 1-1 jafntefli. Eiður Smári lagði upp mark KR sem Andri Sigþórsson skoraði en Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari Vals, lagði aftur á móti upp jöfnunarmark Skagamanna sem Kristján Jóhannsson skoraði. Fimm árum síðar störfuðu þeir aftur saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári fékk einmitt fyrst fyrirliðabandið hjá Loga Ólafssyni en það var í 2-1 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum 7. júní 2003. Logi hafði einnig verið sá sem valdi Eið Smára fyrstan í landsliðið en undir stjórn Loga spilaði Eiður Smári sinn fyrsta landsleik út í Eistlandi 24. apríl 1996. Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir
Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00
„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00