Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 10:00 Nýir þjálfarar FH-liðsins eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson. Myndin er Instagram síðu FH-inga þegar þeir kynntu nýja þjálfarateymið. Mynd/Instagram Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í gær við þjálfun FH í Pepsi Max deild karla. Logi er einn reyndasti þjálfari í sögu deildarinnar en Eiður Smári er að þjálfa í henni í fyrsta sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom síðast að deildinni sem leikmaður KR sumarið 1998. Síðasti leikur hans með Vesturbæjarfélaginu var á móti Fram á KR-vellinum 30. júlí 1998. Eiður Smári samdi við enska 1. deildarfélagið Bolton fjórum dögum síðar en hann stóð sig vel í æfingaleikjum með enska félaginu og var boðinn samningur í kjölfarið. Eiður Smári fór frá Bolton til Chelsea sumarið 2000 og svo til Barcelona árið 2006. Hann spilaði síðan í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi áður en ferli hans lauk sumarið 2016. Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna þegar Eiður Smári lék síðast í deildinni fyrir 22 árum síðan. Logi hefur síðan stýrt FH, KR, Selfoss, Stjörnunni og Víkingi í deildinni. Logi hefur alls stýrt liðum í 188 leikjum í úrvalsdeild karla síðan Eiður Smári spilaði þar síðast. Logi hefur fagnað sigri í 80 af þessum 188 leikjum. 18 af þessum 188 leikjum voru í fyrra skiptið sem Logi þjálfari FH og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2000 en FH-ingar hafa verið þar síðan. Logi og Eiður Smári mættust í deildinni 1998 en lið þeirra ÍA og KR gerðu þá 1-1 jafntefli. Eiður Smári lagði upp mark KR sem Andri Sigþórsson skoraði en Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari Vals, lagði aftur á móti upp jöfnunarmark Skagamanna sem Kristján Jóhannsson skoraði. Fimm árum síðar störfuðu þeir aftur saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári fékk einmitt fyrst fyrirliðabandið hjá Loga Ólafssyni en það var í 2-1 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum 7. júní 2003. Logi hafði einnig verið sá sem valdi Eið Smára fyrstan í landsliðið en undir stjórn Loga spilaði Eiður Smári sinn fyrsta landsleik út í Eistlandi 24. apríl 1996. Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í gær við þjálfun FH í Pepsi Max deild karla. Logi er einn reyndasti þjálfari í sögu deildarinnar en Eiður Smári er að þjálfa í henni í fyrsta sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom síðast að deildinni sem leikmaður KR sumarið 1998. Síðasti leikur hans með Vesturbæjarfélaginu var á móti Fram á KR-vellinum 30. júlí 1998. Eiður Smári samdi við enska 1. deildarfélagið Bolton fjórum dögum síðar en hann stóð sig vel í æfingaleikjum með enska félaginu og var boðinn samningur í kjölfarið. Eiður Smári fór frá Bolton til Chelsea sumarið 2000 og svo til Barcelona árið 2006. Hann spilaði síðan í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi áður en ferli hans lauk sumarið 2016. Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna þegar Eiður Smári lék síðast í deildinni fyrir 22 árum síðan. Logi hefur síðan stýrt FH, KR, Selfoss, Stjörnunni og Víkingi í deildinni. Logi hefur alls stýrt liðum í 188 leikjum í úrvalsdeild karla síðan Eiður Smári spilaði þar síðast. Logi hefur fagnað sigri í 80 af þessum 188 leikjum. 18 af þessum 188 leikjum voru í fyrra skiptið sem Logi þjálfari FH og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2000 en FH-ingar hafa verið þar síðan. Logi og Eiður Smári mættust í deildinni 1998 en lið þeirra ÍA og KR gerðu þá 1-1 jafntefli. Eiður Smári lagði upp mark KR sem Andri Sigþórsson skoraði en Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari Vals, lagði aftur á móti upp jöfnunarmark Skagamanna sem Kristján Jóhannsson skoraði. Fimm árum síðar störfuðu þeir aftur saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári fékk einmitt fyrst fyrirliðabandið hjá Loga Ólafssyni en það var í 2-1 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum 7. júní 2003. Logi hafði einnig verið sá sem valdi Eið Smára fyrstan í landsliðið en undir stjórn Loga spilaði Eiður Smári sinn fyrsta landsleik út í Eistlandi 24. apríl 1996. Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir
Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00
„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn