Sakfelldur þrátt fyrir skýringar um „harkalegt kynlíf“, ýkjur og nýrnasteina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:42 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira