Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 13:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Icelandair hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Icelandair gerir ráð fyrir að hefja í kjölfarið viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var Kauphöll Íslands rétt í þessu. Kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samningur milli félaganna var undirritaður 25. júní en var kolfelldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí. Forsvarsmenn Icelandair hafa lagt áherslu á að samningar þurfi að nást við stéttarfélög starfsmanna fyrir hlutafjárútboð sem stefnt er að á næstu vikum. Þegar hefur verið samið við flugmenn og flugvirkja en í tilkynningu Icelandair segir að það sé mat félagsins að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Þeim hafi því verið slitið og öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu sagt upp. „Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki,“ segir í tilkynningu. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið. Fjölmörg tilboð hafi verið lögð fram sem öllum hafi verið hafnað. Gengið hafi verið eins langt og mögulegt var með undirrituðum kjarasamningi sem svo var felldur. Bogi segir að sá samningur „hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði.“ „Tíminn er á þrotum og við neyðumst til að leita annarra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þungbær en nauðsynleg þar sem ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félaginu að tryggja rekstur þess til framtíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þessari stöðu gagnvart afburðasamstarfsfólki sem hefur staðið vaktina með félaginu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tekið,“ segir Bogi. Greint var frá því í gær að Icelandair hefði endurráðið 139 flugmenn af þeim 421 sem sagt var upp í lok apríl. Alls sagði Icelandair upp um 2000 starfsmönnum í lok apríl til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stóð frammi fyrir vegna faraldurs kórónuveiru. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42 Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32 Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Icelandair gerir ráð fyrir að hefja í kjölfarið viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var Kauphöll Íslands rétt í þessu. Kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samningur milli félaganna var undirritaður 25. júní en var kolfelldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí. Forsvarsmenn Icelandair hafa lagt áherslu á að samningar þurfi að nást við stéttarfélög starfsmanna fyrir hlutafjárútboð sem stefnt er að á næstu vikum. Þegar hefur verið samið við flugmenn og flugvirkja en í tilkynningu Icelandair segir að það sé mat félagsins að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Þeim hafi því verið slitið og öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu sagt upp. „Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki,“ segir í tilkynningu. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið. Fjölmörg tilboð hafi verið lögð fram sem öllum hafi verið hafnað. Gengið hafi verið eins langt og mögulegt var með undirrituðum kjarasamningi sem svo var felldur. Bogi segir að sá samningur „hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði.“ „Tíminn er á þrotum og við neyðumst til að leita annarra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þungbær en nauðsynleg þar sem ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félaginu að tryggja rekstur þess til framtíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þessari stöðu gagnvart afburðasamstarfsfólki sem hefur staðið vaktina með félaginu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tekið,“ segir Bogi. Greint var frá því í gær að Icelandair hefði endurráðið 139 flugmenn af þeim 421 sem sagt var upp í lok apríl. Alls sagði Icelandair upp um 2000 starfsmönnum í lok apríl til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stóð frammi fyrir vegna faraldurs kórónuveiru. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42 Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32 Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42
Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01