„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 15:39 Ragnar Þór Ingólfsson var harðorður um stjórn IcelandairGroup í samtali við Vísi. Vísir/Vilhelm VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira