Flugfreyjur undirbúa verkfall Stefán Ó. Jónsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. júlí 2020 15:49 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. Flugfélagið sagði í dag upp öllum 38 flugfreyjum og þjónum sem störfuðu hjá félaginu, en um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí. Í samtali við fréttastofu segir Guðlaug Líney Jóhanndóttir, starfandi formaður FFÍ, að niðurstaðan sé vissulega vonbrigði. Hún sé alla jafna bjartsýn en í dag sé hún reið. FFÍ hafi borist tilkynning frá Icelandair í morgun þar sem þeim var tilkynnt að viðræðunum hafi verið slitið einhliða. Það hafi komið þeim að óvörum. Hún segir stöðuna sem upp er komin vera óþekkt á íslenskum vinnumarkaði og eigi að vera ólíðandi í íslensku samfélagi. Flugfreyjur hafi farið að öllum reglum og sýnt samningsvilja. Viljinn sé enn til staðar, þrátt fyrir að Icelandair hafi komið „ömurlega“ fram við Flugfreyjufélagið. Nú hefjist því undirbúningur verkfalls Flugfreyjufélagsins að sögn Guðlaugar, fyrsta skref sé að kalla saman félagsmenn sem séu ennþá á uppsagnarfresti hjá Icelandair. FFÍ sé aðili að ASÍ og alþjóðlegum samtökum sem Guðlaug segir að styðji flugfreyjur í þessum efnum. Verkfall á þessum tímapunkti „þjóni þeim tilgangi sem verkföll eiga að gera,“ segir Guðlaug. „Við getum líka kallað eftir stuðningi frá þeim samtökum sem við erum aðili að. Við munum gera það eftir því sem þurfa þykir.“ Endi á borði ríkisstjórnarinnar Aðspurð hvort það hafi verið mistök að samþykkja ekki síðasta tilboð Icelandair minnir Guðlaug á að því hafi verið hafnað af rúmlega 70 prósent félagsmanna. Það hafi sent skýr skilaboð að hennar mati. Of langt hafi verið gengið í hagræðingarkröfum. Hún segir hljóðið í sínum félagsmönnum alvarlegt. Fólki sé brugðið að félag eins og Icelandair, sem þiggur stuðning frá íslenska ríkinu, skuli haga sér með þessum hætti. Það sé með öllu ólíðandi og býst Guðlaug við því að þetta endi á borði ríkisstjórnarinnar. Uppfært klukkan 16:05Eftirfarandi tilkynning barst rétt í þessu frá Flugfreyjufélagi Íslands: Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag. Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga. „Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Krísufundur hjá flugfreyjum Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. 17. júlí 2020 14:51 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. Flugfélagið sagði í dag upp öllum 38 flugfreyjum og þjónum sem störfuðu hjá félaginu, en um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí. Í samtali við fréttastofu segir Guðlaug Líney Jóhanndóttir, starfandi formaður FFÍ, að niðurstaðan sé vissulega vonbrigði. Hún sé alla jafna bjartsýn en í dag sé hún reið. FFÍ hafi borist tilkynning frá Icelandair í morgun þar sem þeim var tilkynnt að viðræðunum hafi verið slitið einhliða. Það hafi komið þeim að óvörum. Hún segir stöðuna sem upp er komin vera óþekkt á íslenskum vinnumarkaði og eigi að vera ólíðandi í íslensku samfélagi. Flugfreyjur hafi farið að öllum reglum og sýnt samningsvilja. Viljinn sé enn til staðar, þrátt fyrir að Icelandair hafi komið „ömurlega“ fram við Flugfreyjufélagið. Nú hefjist því undirbúningur verkfalls Flugfreyjufélagsins að sögn Guðlaugar, fyrsta skref sé að kalla saman félagsmenn sem séu ennþá á uppsagnarfresti hjá Icelandair. FFÍ sé aðili að ASÍ og alþjóðlegum samtökum sem Guðlaug segir að styðji flugfreyjur í þessum efnum. Verkfall á þessum tímapunkti „þjóni þeim tilgangi sem verkföll eiga að gera,“ segir Guðlaug. „Við getum líka kallað eftir stuðningi frá þeim samtökum sem við erum aðili að. Við munum gera það eftir því sem þurfa þykir.“ Endi á borði ríkisstjórnarinnar Aðspurð hvort það hafi verið mistök að samþykkja ekki síðasta tilboð Icelandair minnir Guðlaug á að því hafi verið hafnað af rúmlega 70 prósent félagsmanna. Það hafi sent skýr skilaboð að hennar mati. Of langt hafi verið gengið í hagræðingarkröfum. Hún segir hljóðið í sínum félagsmönnum alvarlegt. Fólki sé brugðið að félag eins og Icelandair, sem þiggur stuðning frá íslenska ríkinu, skuli haga sér með þessum hætti. Það sé með öllu ólíðandi og býst Guðlaug við því að þetta endi á borði ríkisstjórnarinnar. Uppfært klukkan 16:05Eftirfarandi tilkynning barst rétt í þessu frá Flugfreyjufélagi Íslands: Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag. Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga. „Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Krísufundur hjá flugfreyjum Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. 17. júlí 2020 14:51 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Krísufundur hjá flugfreyjum Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. 17. júlí 2020 14:51
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54