Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 09:40 Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Skjáskot Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum og hefur kynningarmyndband fyrir herferðina verið spilað 1,3 milljón sinnum á YouTube síðan það birtist á miðvikudag. Í samantekt Íslandsstofu um herferðina er áætlað að umfjöllun erlendu miðlanna muni skila sér vel inn á erlendan markað og að dreifing þeirra miðla sem hafa nú þegar fjallað um herferðina nái til 590 milljón áhorfenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðal þeirra sem hafa fjallað um herferðina eru þátturinn Today Show í Bandaríkjunum sem nýtur mikilla vinsælda, en um 2,1 milljón Bandaríkjamanna horfa á þáttinn að jafnaði. Þá hefur verið fjallað um verkefnið í fréttum Sky News, í útvarpsfréttum og tveimur þáttum BBC sem og í vinsælum sjónvarpsþætti á MSNBC. Ferðamiðlar á borð við Lonely Planet og Condé Nest Traveler eru einnig nefndir á nafn í samantektinni en Telegraph birti einnig myndband um verkefnið. Alls hafa um 11 þúsund öskur verið tekin upp, en aðgerðin mun standa yfir í tvær vikur áður en hátalarnir verða teknir niður. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógafoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Verkefnið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Ferðamennska á Íslandi Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 „Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum og hefur kynningarmyndband fyrir herferðina verið spilað 1,3 milljón sinnum á YouTube síðan það birtist á miðvikudag. Í samantekt Íslandsstofu um herferðina er áætlað að umfjöllun erlendu miðlanna muni skila sér vel inn á erlendan markað og að dreifing þeirra miðla sem hafa nú þegar fjallað um herferðina nái til 590 milljón áhorfenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðal þeirra sem hafa fjallað um herferðina eru þátturinn Today Show í Bandaríkjunum sem nýtur mikilla vinsælda, en um 2,1 milljón Bandaríkjamanna horfa á þáttinn að jafnaði. Þá hefur verið fjallað um verkefnið í fréttum Sky News, í útvarpsfréttum og tveimur þáttum BBC sem og í vinsælum sjónvarpsþætti á MSNBC. Ferðamiðlar á borð við Lonely Planet og Condé Nest Traveler eru einnig nefndir á nafn í samantektinni en Telegraph birti einnig myndband um verkefnið. Alls hafa um 11 þúsund öskur verið tekin upp, en aðgerðin mun standa yfir í tvær vikur áður en hátalarnir verða teknir niður. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógafoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Verkefnið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum.
Ferðamennska á Íslandi Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 „Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48
„Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14