„Tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 21:55 ASÍ hafnar lögskýringum hæstaréttarlögmanns um að ákvörðun Icelandair hafi verið neyðarréttarlegs eðlis. Vísir/Baldur Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar. Icelandair Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira