Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2020 22:41 Gamla Hvítárbrúin er núna komin með malbikstengingu. Sópari frá Borgarverki sópar lausamöl af nýja slitlaginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira