Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2020 17:00 Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Blikum. vísir/bára Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15
„Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30