Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2020 18:54 Frá fundi Flugfreyja á Hilton Nordica í dag. Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“ Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“
Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11
Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent