„Ekki fara sænsku leiðina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 18:06 Sóttvarnalæknir Svíþjóðar, Anders Tegnell, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“ Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16
Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45
„Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30