Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 09:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í setti Víglínunnar. Vísir/arnar Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira