Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 13:36 Úr leik Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli í fyrra. vísir/bára HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira