Ísland taki þátt í bóluefnisverkefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 14:26 Þórólfur Guðnason greindi frá verkefninu á fundi dagsins. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09