Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 12:43 Trudeau með eiginkonu sinni Sophie. Hún hefur starfað sem sendiherra fyrir góðgerðasamtök sem ríkisstjórn Trudeau veitti milljarðasamning. Trudeau hefur sjálfur talað á viðburðum samtakanna. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira