Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 20:00 Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það. Rió Tinto eða Isal kvartaði til Samkeppniseftirlitsins í vikunni og sakar þar Landsvirkjun um selja félaginu orku á hærra verði en öðrum álfyrirtækjum. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. 20% af allri orkusölu Landsvirkjunnar fer til álversins og greiddi það sem samsvarar um 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir orkuna á síðasta ári. Rio tinto hefur lokað öllum álverum sínum í Evrópu nema hér á landi. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir fyrirtækið þjóðhagslega mikilvægt og fátt sem gæti komið í staðinn. „Ef viðskiptavinurinn hyrfi á braut yrði Landsvirkjun lengi að finna nýjan kaupanda af öllu þessu orkumagni. Sá möguleiki sem var áhugi á hjá Landsvirkjun og stjórnvalda fyrir nokkrum árum var að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Ég er ekki að tala fyrir því en það gæti verið góður kostur því raforkuverð í Evrópu hefur oft verið hátt. Þó þetta yrði gert þyrfti það ekki að hafa mikil áhrif á raforkuverð hér á landi,“ segir Ketill. Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR Iðnaðarráðherra tekur undir það en margt annað komi einnig til greina. „Sæstrengur er auðvitað einn valmöguleiki og hefur verið lengi en það eru ótrúlega miklar breytingar og hreyfingar á orkumörkuðum heimsins. Lönd eru að keppast við að nýta meira græna orku. Það breytir því þó ekki að við viljum hafa stór og stöndug fyrirtæki hér á landi eins og Ísal. Stóriðja Viðskipti Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það. Rió Tinto eða Isal kvartaði til Samkeppniseftirlitsins í vikunni og sakar þar Landsvirkjun um selja félaginu orku á hærra verði en öðrum álfyrirtækjum. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. 20% af allri orkusölu Landsvirkjunnar fer til álversins og greiddi það sem samsvarar um 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir orkuna á síðasta ári. Rio tinto hefur lokað öllum álverum sínum í Evrópu nema hér á landi. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir fyrirtækið þjóðhagslega mikilvægt og fátt sem gæti komið í staðinn. „Ef viðskiptavinurinn hyrfi á braut yrði Landsvirkjun lengi að finna nýjan kaupanda af öllu þessu orkumagni. Sá möguleiki sem var áhugi á hjá Landsvirkjun og stjórnvalda fyrir nokkrum árum var að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Ég er ekki að tala fyrir því en það gæti verið góður kostur því raforkuverð í Evrópu hefur oft verið hátt. Þó þetta yrði gert þyrfti það ekki að hafa mikil áhrif á raforkuverð hér á landi,“ segir Ketill. Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR Iðnaðarráðherra tekur undir það en margt annað komi einnig til greina. „Sæstrengur er auðvitað einn valmöguleiki og hefur verið lengi en það eru ótrúlega miklar breytingar og hreyfingar á orkumörkuðum heimsins. Lönd eru að keppast við að nýta meira græna orku. Það breytir því þó ekki að við viljum hafa stór og stöndug fyrirtæki hér á landi eins og Ísal.
Stóriðja Viðskipti Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07