Innlent

Hávaði í heimahúsum í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Nóttin var tiltölulega róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var tiltölulega róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust hávaðakvartanir vegna ellefu samkvæma í heimahúsum í nótt en að öðru leyti þótti nóttin tiltölulega róleg. Í dagbók lögreglu segir að rúmlega sjötíu mál hafi verið skráð frá 17:00 í gær til 5:00 í morgun og þrír hafi verið fluttir í fangaklefa.

Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í miðbænum en ekki liggur fyrir hverju var stolið og er málið í rannsókn. Einnig var tilkynnt um innbrot í heimahús í miðbænum, þar verðmætum mun hafa verið stolið.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Hafnarfirði vegna líkamsárásar og eignaspjalla. Hann var einn þeirra sem vistaður var í fangaklefa. Annar var handtekinn eftir að hann olli umferðaróhappi í Breiðholti.

Þá handtók lögreglan einnig mann í Grafarvogi sem hafði ekið undir áhrifum fíkniefna og án réttinda.. Hann var einnig ákærður fyrir of hraðan akstur og fyrir að vera með fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×