Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter Andri Már Eggertsson skrifar 26. júlí 2020 22:09 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. vísir/bára Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira