Sjáðu markasúpuna í Kópavoginum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 10:30 Alexander Helgi Sigurðarson skoraði fyrsta markið í leik Breiðabliks og ÍA í gær. vísir/bára Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA
Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55