Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 11:11 Strandgestir njóta lífsins við Palma á Mallorca, einni Baleareyja. Spænsk stjórnvöld vilja undanþágu fyrir Balear- og Kanaríeyjar frá breskri sóttkví og benda á að tíðni smita þar sé lægri en á Bretlandi. AP/Joan Mateu Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira