Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 12:54 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18