Johnson hvetur Breta til að megra sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 15:58 Johnson segist hafa misst rúmlega sex kíló frá því að hann veiktist af Covid-19 í vor. Hann hafi verið í yfirþyngd. Vísir/EPA Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira