Áströlsku gróðureldarnir taldir hafa skaðað þrjá milljarða dýra Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 12:54 Vallabíar eru á meðal þeirra dýrategunda sem urðu einna verst úti í gróðureldunum miklu í Ástralíu síðasta suðurhvelssumar. Vísir/EPA Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. Að minnsta kosti 33 manns fórust í eldunum í Ástralíu. Þeir höfðu enn verri afleiðingar fyrir lífríkið þar sem ógrynni spendýra, skriðdýra, fugla og froska drápust eða töpuðu búsvæðum sínum vegna eyðileggingarinnar. Áætlað hefur verið að 1,25 milljarða dýra hafi drepist í Nýja Suður-Wales og Viktoríu einum saman. Í nýju mati ástralskra háskóla á umfangi og áhrifum eldanna telja vísindamenn að um 11,46 milljónir hektarar lands, svæði á stærð við England, hafi brunnið frá september í fyrra þar til í febrúar á þessu ári. Áætlaður fjöldi dýra sem drápust eða urðu fyrir skaða byggist á stofnstærð og þéttleika dýrategunda fyrir hamfarirnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar dýrategundir, hryggleysingjar, fiskar og skjaldbökur, eru ekki inn í matinu vegna ófullnægjandi gagna um þær. Áströlsk stjórnvöld sögðu 113 dýrategundir þurfa á aðstoð að halda eftir eldana í febrúar. Flestar tegundirnar höfðu tapað tæpum þriðjungi búsvæða sinna í eldunum í skógum og gresjum á sunnan- og austanverðri Ástralíu. Kóalabirnir, vallabíar og sumar fugla-, fisk- og froskategundir þurftu sérstaka aðstoð. Opinber rannsókn stendur yfir á eldunum og er niðurstaðna hennar að vænta í október. Vísindamenn hafa sagt að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi leitt til fordæmalausri tíðni og ákefð gróðureldanna. Talið er reykur frá eldunum hafi átt þátt í dauða á fimmta hundrað manna til viðbótar við þá sem fórust í bálinu. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Dýr Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. Að minnsta kosti 33 manns fórust í eldunum í Ástralíu. Þeir höfðu enn verri afleiðingar fyrir lífríkið þar sem ógrynni spendýra, skriðdýra, fugla og froska drápust eða töpuðu búsvæðum sínum vegna eyðileggingarinnar. Áætlað hefur verið að 1,25 milljarða dýra hafi drepist í Nýja Suður-Wales og Viktoríu einum saman. Í nýju mati ástralskra háskóla á umfangi og áhrifum eldanna telja vísindamenn að um 11,46 milljónir hektarar lands, svæði á stærð við England, hafi brunnið frá september í fyrra þar til í febrúar á þessu ári. Áætlaður fjöldi dýra sem drápust eða urðu fyrir skaða byggist á stofnstærð og þéttleika dýrategunda fyrir hamfarirnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar dýrategundir, hryggleysingjar, fiskar og skjaldbökur, eru ekki inn í matinu vegna ófullnægjandi gagna um þær. Áströlsk stjórnvöld sögðu 113 dýrategundir þurfa á aðstoð að halda eftir eldana í febrúar. Flestar tegundirnar höfðu tapað tæpum þriðjungi búsvæða sinna í eldunum í skógum og gresjum á sunnan- og austanverðri Ástralíu. Kóalabirnir, vallabíar og sumar fugla-, fisk- og froskategundir þurftu sérstaka aðstoð. Opinber rannsókn stendur yfir á eldunum og er niðurstaðna hennar að vænta í október. Vísindamenn hafa sagt að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi leitt til fordæmalausri tíðni og ákefð gróðureldanna. Talið er reykur frá eldunum hafi átt þátt í dauða á fimmta hundrað manna til viðbótar við þá sem fórust í bálinu.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Dýr Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira