Benedikt víkur úr máli eftir útskriftarveislu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:11 Benedikt Bogason, hæstaréttardómari. mynd/ valgarður Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“ Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“
Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02
Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent