Segja heilbrigðiskerfið hársbreidd frá því að hrynja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 29. júlí 2020 07:27 Carrie Lam tilkynnti hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Qin Louyue/Getty Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05
Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26
Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35