Rainn Wilson og Stjörnu-Sævar spjalla um loftslagsvána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 08:05 Sævar Helgi og Rainn Wilson rölta eftir Tryggvagötunni og spjalla um loftslagsmál. Skjáskot/YouTube Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54
Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57
Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40