Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:56 Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira