Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 13:59 Simbabve glímir ekki aðeins við kórónuveirufaraldur heldur einnig miklar efnahagsþrengingar. Hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli til að mótmæla skorti á hlífðarbúnaði og ríkisstjórnin er sökuð um spillingu við opinber innkaup á honum. Vísir/EPA Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56
Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent